Sólin Sólin Rís 04:05 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:23 • Sest 04:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:54 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:29 • Síðdegis: 20:53 í Reykjavík

Er D-vítamín í ávöxtum?

JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:

Er D-vítamín í ávöxtum? Ég er of há, með of mikið D-vítamín í blóðinu.

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. D-vítamín finnst ekki í ávöxtum.

Upplýsingar um innihald næringarefna í matvælum eru víða aðgengilegar, meðal annars í næringarefnatöflum sem Matís tekur saman. Þar sést greinilega, í töflu yfir ávexti, ber, hnetur og fræ, að D-vítamín er ekki að finna í þessum fæðutegundum.

Ekkert D-vítamín er í ávöxtum.

Helsta uppspretta D-vítamíns í fæðu er feitur fiskur, eins og silungur, lax, makríll og síld. Í lýsi er einnig D-vítamín og sama má segja um eggjarauður. Sum matvæli eru einnig bætt með D-vítamíni, meðal annars ýmsar mjólkurvörur.

Líkaminn myndar D-vítamín í húðinni með aðstoð sólarljóss. Þegar útfjólublátt ljós frá sólinni skín á okkur getur hæfilegur dagskammtur D-vítamíns myndast á um 10 til 15 mínútum. Framleiðslan minnkar um leið og dagskammti er náð og stöðvast síðan skömmu síðar þannig að ekki er hægt að fá D-vítamíneitrun með því að vera of lengi í sólarljósi. Útfjólublá geislun frá sólinni er hins vegar ein helsta orsök flöguþekjukrabbameina í húð og þess vegna ber að varast að vera of lengi óvarinn í sólarljósi.

Á svæðum sem eru nokkuð fyrir norðan eða sunnan miðbaug er sól hins vegar það lágt á lofti stóran hluta ársins að líkaminn nær ekki að mynda D-vítamín á þennan hátt. Íslendingum er þess vegna ráðlagt að taka D-vítamín sem bætiefni, sérstaklega yfir vetrartímann. Um þetta má lesa meira í fróðlegu svari við spurningunni Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.4.2024

Spyrjandi

Ásgerður Flosadóttir

Tilvísun

JGÞ. „Er D-vítamín í ávöxtum?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2024. Sótt 17. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86462.

JGÞ. (2024, 30. apríl). Er D-vítamín í ávöxtum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86462

JGÞ. „Er D-vítamín í ávöxtum?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2024. Vefsíða. 17. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86462>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er D-vítamín í ávöxtum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er D-vítamín í ávöxtum? Ég er of há, með of mikið D-vítamín í blóðinu.

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. D-vítamín finnst ekki í ávöxtum.

Upplýsingar um innihald næringarefna í matvælum eru víða aðgengilegar, meðal annars í næringarefnatöflum sem Matís tekur saman. Þar sést greinilega, í töflu yfir ávexti, ber, hnetur og fræ, að D-vítamín er ekki að finna í þessum fæðutegundum.

Ekkert D-vítamín er í ávöxtum.

Helsta uppspretta D-vítamíns í fæðu er feitur fiskur, eins og silungur, lax, makríll og síld. Í lýsi er einnig D-vítamín og sama má segja um eggjarauður. Sum matvæli eru einnig bætt með D-vítamíni, meðal annars ýmsar mjólkurvörur.

Líkaminn myndar D-vítamín í húðinni með aðstoð sólarljóss. Þegar útfjólublátt ljós frá sólinni skín á okkur getur hæfilegur dagskammtur D-vítamíns myndast á um 10 til 15 mínútum. Framleiðslan minnkar um leið og dagskammti er náð og stöðvast síðan skömmu síðar þannig að ekki er hægt að fá D-vítamíneitrun með því að vera of lengi í sólarljósi. Útfjólublá geislun frá sólinni er hins vegar ein helsta orsök flöguþekjukrabbameina í húð og þess vegna ber að varast að vera of lengi óvarinn í sólarljósi.

Á svæðum sem eru nokkuð fyrir norðan eða sunnan miðbaug er sól hins vegar það lágt á lofti stóran hluta ársins að líkaminn nær ekki að mynda D-vítamín á þennan hátt. Íslendingum er þess vegna ráðlagt að taka D-vítamín sem bætiefni, sérstaklega yfir vetrartímann. Um þetta má lesa meira í fróðlegu svari við spurningunni Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?

Heimildir:

Mynd:...